David Goyer leikstýrir

David Goyer, handritshöfundur kvikmyndanna Dark City, Blade og Blade II, er á leiðinni með að leikstýra sinni fyrstu mynd. Kvikmyndin heitir Descent, og skrifar hann handritið að henni sjálfur. Hún verður skrifuð eftir samnefndri skáldsögu Jeff Long, og fjallar um það hvernig teymi vísindamanna og hermanna uppgötva gríðarlega stóra neðanjarðarhella lengst niðri í iðrum jarðar. Þegar þangað er komið uppgötva þeir einnig að þar búa gríðarlegar verur, djöflar ef þannig megi að orði komast, og upphefst þá æsilegur eltingaleikur kattarins að músinni. Dreamworks kvikmyndaverið framleiðir myndina, en enn er ekki ljóst hvenær þetta dýra brellum hlaðna ævintýri lítur dagsins ljós.