Dauðalöggan Jeff Bridges í R.I.P.D

Fyrir stuttu greindum við frá því að Zach Galifianakis myndi vinna við hlið Ryan Reynolds í gaman-spennumyndinni R.I.P.D, en á dögunum hætti hann við. Leikarinn sem fenginn hefur verið í staðinn er ekki af verri endanum, en það er Óskarsverðlaunatöffarinn Jeff Bridges.

R.I.P.D er byggð á samnefndri myndasögu og fjallar um látna lögreglumenn sem sinna sama starfi í eftirlífinu og þeir gerðu á meðan þeir lifðu. Reynolds fer með aðalhlutverkið, en hann leikur ungan lögreglumann sem er hrottalega myrtur og ætlar sér að ná fram hefndum, á meðan Bridges leikur félaga hans, Powell, en sá er fógeti sem hefur verið dauður í hundruðir ára.

Verkefnið var talið vera í hættu á að frestast ef Reynolds skildi hefja tökur á Green Lantern 2 á þessu ári, en samkvæmt Collider vefsíðunni munu tökur á R.I.P.D hefjast í september. Leikstjóri myndarinnar er Robert Schwentke, sem gaf seinast frá sér hasarmyndina RED.