Reynolds nýr í Red Notice og Netflix dreifir

Þjófnaðarmyndin Red Notice, með þeim Dwayne Johnson og Gal Gadot, hefur fengið nýtt aðsetur og nýjan leikara: Netflix hefur sem sagt keypt réttinn að kvikmyndinni og enginn annar en Deadpool leikarinn Ryan Reynolds hefur bæst við leikhópinn.

Ryan Reynolds í ham.

Kvikmyndin var upphaflega á forræði Universal Pictures kvikmyndaframleiðandans, sem sagt er að hafi keypti réttinn að myndinni eftir mikið uppboðsstríð. En nú hefur Universal sleppt hendinni af myndinni, og Netflix er með boltann, en streymisrisinn átti annað hæsta boð í myndina.

Þegar Red Notice var fyrst kynnt til sögunnar var sagt að hún yrði sú fyrsta þar sem ofurstjarnan Dwayne Johnson myndi fá greiddar 20 milljónir bandaríkjadala í laun. Hann leikur í myndinni Interpol fulltrúa sem þarf að elta uppi heimins besta listaverkaþjóf. Í myndinni sameinast þeir á ný þeir Johnson og handritshöfundurinn Rawson Marshall Thurber, sem leikstýrði Johnson í Skyscraper árið 2018 og Central Intelligence frá árinu 2018.

„Þetta er stórt og spennandi,“ skrifaði Johnson á Twitter reikning sinn eftir að Netflix hafði keypt myndina, og sagði einnig að Netflix myndi hjálpa til við að gera Red Notice að stórri mynd á heimsvísu, á augabragði, í gegnum sitt gríðarlega öfluga áskriftarkerfi.

Myndin verður fyrsta stóra kvikmyndin sem Johnson og Gadot gera með Netflix. Johnson hefur áður leikið aðalhlutverk í 6 Underground eftir Michael Bay, en hún er væntanleg í streymisþjónustuna síðar á árinu.

Upphaflega átti að frumsýna Red Notice 13. nóvember 2020, en Deadline segir að tökur myndarinnar, sem mun gerast í nokkrum löndum, muni hefjast á næsta ári.