Daniel Radcliffe sem Freddie Mercury?

Daniel Radcliffe, þekkastur sem Harry Potter, hefur verið orðaður við nýja mynd byggða á ævi Freddie Mercury.

daniel radcliffe

Sacha Baron Cohen átti upphaflega að leika fyrrum söngvara Queen en hætti við vegna „listræns ágreinings“.

Þrátt fyrir það er myndin enn í bígerð og núna herma fregnir að Radcliffe geti fengið hlutverkið ef hann hefur áhuga á því.

Leikarinn heillaði framleiðendur myndarinnar með frammistöðu sinni sem ljóðskáldið Allen Ginsberg í myndinni Kill Your Darlings. Einnig hjálpar það til að hann mun vera álíka hár og Mercury og þykir góður söngvari.