Daniel Day-Lewis ætlar að taka sér frí frá kvikmyndum í allt að fimm ár og flytja á býlið sitt sem stendur rétt hjá Dublin í Írlandi. Þessu lofaði hann fjölskyldu og vinum ef hann myndi vinna Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og er hann sagður hafa skipað umboðsmönnum sínum að hætta að leita að hlutverkum.
Eins og flestum er kunnugt hlaut Day-Lewis verðlaunin í þriðja sinn fyrir hlutverk sitt í Lincoln og hefur enginn annar leikari hlotið styttuna jafn oft fyrir aðalhlutverk. Day-Lewis hefur áður hlotið verðlaunin fyrir My Left Foot og There Will Be Blood.
Spencer Tracy, Marlon Brando, Gary Cooper, Tom Hanks, Dustin Hoffman, Jack Nicholson, Fredric March og Sean Penn hafa hlotið styttuna tvisvar sinnum.
Hér fyrir neðan má sjá glæsileg tilfþrif í leiklist að hætti Day-Lewis.