Crossbones grillar Captain America

Leikarinn Frank Grillo, sem þekktur er fyrir leik sinn í The Grey og End of Watch m.a., hefur verið ráðinn til að leika vonda kallinn Crossbones í Captain America 2; Captain America: The Winter Soldier. 

„Takk allir!! Ég gæti ekki verið ánægðari en nú, að verða hluti af Marvel fjölskyldunni,“ tísti Grillo. „Frábært fólk. Frábærar persónur og börnin mín verða ánægð.“

Crossbones kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1989 undir nafninu Brock Rumlow, samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, og var leiðtogi grimmra  glæpasamtaka á lower East Side í New York, áður en hann fór í glæpamannaskóla og varð síðan skósveinn rauðu hauskúpunnar, eða Red Skull, undir nafninu Crossbones.

Captain America 2 kemur í bíó árið 2014.