Cohen stýrir Ferrell í Vertu harður

etan cohenHandritshöfundurinn Etan Cohen hefur skrifað undir samning um að leikstýra nýrri mynd grínistans Will Ferrell, Get Hard, eða Vertu harður, en Ferrell bæði framleiðir og leikur aðalhlutverkið í myndinni ásamt Kevin Hart. Þetta verður fyrsta myndin sem Cohen leikstýrir.

Get Hard fjallar um starfsmann í fjárfestingarbanka sem, eftir að hafa verið ranglega dæmdur í fangelsi, biður manninn sem þvær bílinn hans um hjálp við að undirbúa sig undir að þola harðræði í fangelsinu.

Cohen er þekktastur fyrir handrit að myndum eins og Ben Stiller myndina Tropic Thunder og Men in Black 3.