Gríðarlegar vangaveltur hafa myndast í kringum það hver ætti að vera illmennið í þriðju Batman myndinni, það er að segja ef hún verður gerð, en það verður að teljast mjög líklegt.
Nú hefur það nánast verið staðfest að Catwoman og The Penguin verða ekki illmennin í þriðju myndinni. David Goyer og Jonah Nolan hjálpuðu Christopher Nolan með handritið að The Dark Knight og hafa sagt að þetta verða pottþétt ekki illmennin í næstu mynd.
„Í fyrstu myndinni var Ra’s Al Ghul og The Scarecrow illmennin, en þeir höfðu hvorugt verið í sjónvarpsþáttunum á 6.áratugnum né í öðrum Batman myndum. Í The Dark Knight er það Jókerinn. Við höfum um hundruð illmenna að velja og allir segja að það verði að vera Catwoman eða The Penguin en við erum algerlega ósammála.“ sögðu Nolan og Goyer í viðtali.

