Captain Marvel sigraði Us

Enn á ný, þriðju vikuna í röð, nær ofurhetjusmellurinn Captain Marvel efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Það er vel af sér vikið því ný mynd Get Out leikstjórans Jordan Peel, Us, var frumsýnd um helgina, og skaust beint á topp bandaríska aðsóknarlistans. Hér náði myndin einungis öðru sæti listans.

Einhverju blóði er greinilega úthellt í Us, myndinni sem fór beint í annað sæti íslenska aðsóknarlistans.

Þriðja sæti listans er svo skipað þeim Hiksta og Tannlausa og hinu fólkinu og drekunum í How to Train Your Dragon 3.

Auk Us þá eru tvær aðrar nýjar kvikmyndir á listanum þessa vikuna. Í fjórða sætinu sitja þeir aldavinir Ástríkur og Steinríkur í Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins, og í níunda sæti er ævisaga óperusöngvarans ítalska Andrea Bocelli, Music of Silence.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: