Náðu í appið
Bönnuð innan 9 ára

The Music of Silence 2017

(La musica del silenzio)

Justwatch

Frumsýnd: 22. mars 2019

The Unforgettable True Story of Andrea Bocelli

115 MÍNEnska

Sönn saga ítalska söngvarans Andreas Bocelli sem fæddist með augnsjúkdóm og varð endanlega blindur 12 ára að aldri. Bocelli sýndi snemma mikinn áhuga á tónlist og byrjaði í píanókennslu aðeins sex ára að aldri. Á næstu árum lærði hann einnig að spila á önnur hljóðfæri eins og flautu, básúnu, saxófón, trompet, gítar og trommur um leið og áhugi... Lesa meira

Sönn saga ítalska söngvarans Andreas Bocelli sem fæddist með augnsjúkdóm og varð endanlega blindur 12 ára að aldri. Bocelli sýndi snemma mikinn áhuga á tónlist og byrjaði í píanókennslu aðeins sex ára að aldri. Á næstu árum lærði hann einnig að spila á önnur hljóðfæri eins og flautu, básúnu, saxófón, trompet, gítar og trommur um leið og áhugi hans á söng óx með hverju árinu. Fram að tólf ára aldri hafði Andrea glímt við alvarlega sjóndepru eftir að hafa fæðst með augnsjúkdóminn gláku. Þá gerðist það slys að hann fékk bolta í augað af miklum krafti sem orsakaði algjöran sjónmissi þrátt fyrir að læknar hefðu gert sitt ítrasta til að bjarga sjón hans. 14 ára að aldri vann Andrea sína fyrstu söngkeppni og eftir menntaskóla lagði hann stund á laganám sem hann fjármagnaði með því að syngja á börum og veitingahúsum. Smám saman á næstu árum tók svo söngurinn allt yfir ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn