Náðu í appið
Öllum leyfð

Il postino 1994

(The Postman, Bréfberinn)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A shy postman didn't stand a chance with the island's most beautiful woman until the great poet of love gave him the courage to follow his dreams...and the words to win her heart.

108 MÍNÍtalska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Fékk Óskarsverðlaunin fyrir tónlist. Tilnefnd til fjögurra annarra Óskarserðlauna. Sem besta mynd, besta handrit, besti leikstjóri og besti leikari í aðalhlutverki.

Hið fræga skáld frá Síle, Pablo Neruda, er sendur í útlegð vegna stjórnmálaskoðana sinna, til lítillar eyju. Á eyjunni býr atvinnulaus sonur fátæks veiðimanns, sem fær vinnu sem auka bréfberi, vegna þess að bréfum fjölgar skyndilega til muna með tilkomu Neruda til eyjarinnar. Bréfberinn nýi á að afhenda persónulega allan aðdáendapóst til Neruda. Þó... Lesa meira

Hið fræga skáld frá Síle, Pablo Neruda, er sendur í útlegð vegna stjórnmálaskoðana sinna, til lítillar eyju. Á eyjunni býr atvinnulaus sonur fátæks veiðimanns, sem fær vinnu sem auka bréfberi, vegna þess að bréfum fjölgar skyndilega til muna með tilkomu Neruda til eyjarinnar. Bréfberinn nýi á að afhenda persónulega allan aðdáendapóst til Neruda. Þó að bréfberinn sé tiltölulega ómenntaður, þá lærir hann að elska ljóð og vingast smám saman við Neruda. Hann vill sífellt læra meira, og verður skyndilega ástfanginn af hinni fallegu gengilbeinu á veitingastaðnum í þorpinu, og þarfnast núna hjálpar og leiðsagnar Neruda meira en nokkru sinni fyrr.... minna

Aðalleikarar


Hrífandi og stórskostlega vel leikin mynd sem farið hefur sannkallaða sigurför um allan heim á undanförnum árum og hlotið frábærar viðtökur áhorfenda jafnt og gagnrýnenda sem flestir hverjir hika ekki við að nefna hana sem eina af bestu myndum ársins 1995. The Postman, eða "Il Postino" eins og myndin nefnist á frummálinu, var sýnd hvarvetna í heiminum við fádæma aðsókn. Myndin gerist á afskektri Miðjarðarhafseyju. Mario Ruoppolo "Massimo Troisi" er fremur einfaldur og feiminn fiskimannssonur sem ráðinn var til að koma til skila póstinum til "ástarskáldsins" Pablo Neruda "Philippe Noiret" sem lifir í nokkurs konar útlegð á eyjunni. Á milli þessara ólíku manna upphefst sérstök vinátta sem leiðir til þess að Mario fær Pablo til að hjálpa sér að vinna ástir konunnar sem hann elskar. Sú hjálp á síðan eftir að vekja upp skáldið í Mario sjálfum og smám saman nær hann tökum á orðum og samsetningu þeirra sem fleyta honum á braut rómantíkur og sjálfsuppgötvunar, braut sem á eftir að breyta öllu lífi þessa einfalda og feimna manns. IL Postino er ein af þessum góðu myndum sem líða þeim sem hana sjá aldrei úr huga. Troisi og Noiret fara á kostum. Troisi lést viku eftir lok gerðar myndarinnar. Sannkallað kvikmyndakonfekt sem er alltaf jafn heillandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn