Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hrífandi og stórskostlega vel leikin mynd sem farið hefur sannkallaða sigurför um allan heim á undanförnum árum og hlotið frábærar viðtökur áhorfenda jafnt og gagnrýnenda sem flestir hverjir hika ekki við að nefna hana sem eina af bestu myndum ársins 1995. The Postman, eða "Il Postino" eins og myndin nefnist á frummálinu, var sýnd hvarvetna í heiminum við fádæma aðsókn. Myndin gerist á afskektri Miðjarðarhafseyju. Mario Ruoppolo "Massimo Troisi" er fremur einfaldur og feiminn fiskimannssonur sem ráðinn var til að koma til skila póstinum til "ástarskáldsins" Pablo Neruda "Philippe Noiret" sem lifir í nokkurs konar útlegð á eyjunni. Á milli þessara ólíku manna upphefst sérstök vinátta sem leiðir til þess að Mario fær Pablo til að hjálpa sér að vinna ástir konunnar sem hann elskar. Sú hjálp á síðan eftir að vekja upp skáldið í Mario sjálfum og smám saman nær hann tökum á orðum og samsetningu þeirra sem fleyta honum á braut rómantíkur og sjálfsuppgötvunar, braut sem á eftir að breyta öllu lífi þessa einfalda og feimna manns. IL Postino er ein af þessum góðu myndum sem líða þeim sem hana sjá aldrei úr huga. Troisi og Noiret fara á kostum. Troisi lést viku eftir lok gerðar myndarinnar. Sannkallað kvikmyndakonfekt sem er alltaf jafn heillandi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Penta Film
Aldur USA:
PG