Captain Marvel í nýjum hlaðvarpsþætti

Nýjasti Marvel ofurhetjusmellurinn, Captain Marvel, er umfjöllunarefni Lee Roy Tipton og Þórodds Bjarnasonar í nýjum hlaðvarpsþætti Kvikmyndir.is, en Lee er ástríðufullur aðdáandi Marvel heimsins.

Hægt er að hlusta hér á síðunni, en einnig á iTunes, Spotify, og öðrum helstu hlaðvarpsveitum.

Captain Marvel glóir þegar hún leysir kraftana úr læðingi

Lee hefur fylgst náið með Marvel um árabil, fyrst í gegnum teiknimyndasögublöð, en síðar í gegnum kvikmyndirnar, og veit meira en margir um þennan margslungna 21 mynda heim. Marvel heimurinn er að mörgu leiti léttari en DC comics heimurinn, og húmorinn er aldrei langt undan, eins og raunin er einmitt með nýju Captain Marvel kvikmyndina.

Eins og fram kemur í hlaðvarpsþættinum, þá á Captain Marvel sér áratuga langa sögu, og birtingarmynd hetjunnar hefur verið margskonar í gegnum tíðina.

En hlustun er sögu ríkari!