Nú hefur verið staðfest að Nicolas Cage verði illmennið í Green Hornet mynd Michel Gondry. Þetta eru ágætis fréttir fyrir myndina því það hefur verið vesen á leikaranum sem átti að leika aðstoðarmann Green Hornet. Einnig átti Cameron Diaz að leika sem „love intrest“ en það hefur ekki ennþá verið staðfest.
Það sem hefur hins vegar verið staðfest er að Seth Rogen á að leika aðalhetju myndarinnar, Green Hornet. Því hefur hins vegar verið lofað að þetta eigi ekki að vera „cheesy“ grínmynd…hmm. Maður er eiginlega ekki að sjá fyrir sér Seth Rogen sem alvarlega hetju.
Gaundry er vel þekktur fyrir að fara óhefbundar leiðir í kvikmyndatöku og hefur tekið upp fjöldan allan af tónlistarmyndböndum til dæmis fyrir Björk, hann gerði einnig myndina Be Kind Rewind. Það verður allevega áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari óvenjulegu blöndu leikara og leikstjóra.
Takið eftir því að þetta er Green Hornet en ekki Green Lantern, sem er allt önnur mynd og saga.

