Eða svo segir leikstjórinn.
Aðstandendur The Dark Knight Rises eru alls ekki að spara hátíðarhöldin fram að frumsýningu myndarinnar, en í tvo mánuði hefur varla liðið vika án þess að girnileg uppfærsla komi frá myndinni. Nú þegar vitum við að þetta verður lengsta Batman-myndin til þessa og nú vill sjálfur leikstjórinn Christopher Nolan halda því fram að ekki aðeins sé þetta stærsta kvikmyndin hans, heldur einnig mesta tækniundur kvikmyndaiðnaðarins í nánast heila öld:
„Ég veit ekki hvenær einhver notaði síðast 11.000 aukaleikara í alvöru umhverfi. Þetta er aukning. Ég vil réttlæta aukna stærð verkefnisins og hversu öfgafullt það er í samanburði við síðustu mynd. Svo fremur sem að sagan styður það.“
Þetta er samt ekki aðeins lokakaflinn í Batman-sögunni fyrir Nolan, heldur er þetta einnig endurlífgun sögulegu-epíkarinnar:
„Þetta er stríðsmynd. Þetta er byltingarkennd epík. Þetta lítur til fortíðar á gríðarlegan mælikvarða sumra kvikmynda, og í raun, fyrir mér fer það alveg aftur til þöglu myndanna. Við tókum upp um þriðjung af myndinni í IMAX og það setur þig auðvitað í það hugarástand að setja fram risastór atvik fyrir myndavélina. Þetta er eins nálægt því að gera Fritz Lang-kvikmynd og ég mun komast. Hún er líka svipuð Doctor Zhivago og A Tale of Two Cities, sem er söguleg-epík með allskonar frábærum sögum samhliða Frönsku Byltingunni. Við reynum að sjá fyrir okkur ákveðna hluti í þessari mynd á þeim mælikvarða sem valda áhyggjum og eru raunverulega ógnvekjandi gegn hugmyndinni um bandaríska borg. Í grófum dráttum, þá hefur óstöðugleiki og byltingar hrjáð margar þjóðir, afhverju ekki hér?“
Þetta eru svo sannarlega stór orð frá manni sem er ekki þekktur fyrir að hrósa sjálfum sér og sannfærir vonandi fleiri um að bætast í gríðarstóran markaðshóp myndarinnar. Ég veit bara að það verður erfitt að trekka í gegnum þessa 50 daga sem eftir eru.