Tim
Burton og Timur
Bekmambetov, leikstjóri Wanted,
ætla í sameiningu að gera kvikmyndaútgáfu af nýútgefinni skáldsögu sem
heitir Abraham Lincoln: Vampire Hunter, eða Abraham Lincoln vampírubani.
Bókin sem er eftir Seth Grahame-Smith, kom út í gær, þriðjudag.
Burton
og Bekmambetov munu þó ekki leikstýra ræmunni, heldur munu framleiða
myndina með Jim Lemley. Þríeykið hefur áður unnið saman að
teiknimyndinni 9.
Grahame-Smith skrifaði einnig metsölubókina Pride and Prejudice
and Zombies, en von er á mynd eftir þeirri bók, eftir handriti Smiths,
hjá Lionsgate framleiðslufyrirtækinu, þar sem Natalie Portman mun
framleiða og leikstýra.
Í bókinni um vampírudráparann Lincoln,
er sagt frá Abraham Lincoln einum frægasta forseta Bandaríkjanna, og
hann sýndur sem vel þjálfaður, axarkastandi vampírubani. Sagan hefst
þegar móðir hans er myrt þegar hann er lítill drengur, og hann heitir að
hefna drápsins.
Þess má geta að lokum að Tim Burton verður í
sviðsljósinu eftir nokkra daga þegar Alice
in Wonderland verður frumsýnd, sem er hans nýjasta mynd.

