Náðu í appið
Bönnuð innan 7 ára

9 2009

(Nine)

Frumsýnd: 9. október 2009

79 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Eftir að gríðalegar hamfarir hafa útrýmt öllu mannfólkinu á jörðinni þarf 9 (Elijah Wood) ásamt öðrum eins og hann að fela sig fyrir ógurlegum vélmennum sem stjórna jörðinni og vilja eyða og drepa verur eins og hann. En hann verður að snúast til varnar ef hann vill lifa og hann verður að komast að því afhverju vélarnar vilja drepa hann og hans líka.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Frumleg jú, en hvar er söguþráðurinn?
Bandarískar teiknimyndir taka sjaldnar áhættur en þær ættu að gera. Þess vegna er það algjör veisla fyrir bíóunnandann þegar maður sér loks eina slíka, sérstaklega þegar þær taka jafn mikið tillit til fullorðinna og barna, sem er náttúrulega stærsti markhópur teiknimynda í vestræna heiminum. Maður getur allavega ekki alltaf stólað bara á Pixar, og þó svo að þeir hafa mestmegnis framleitt gull þá er það pínu sorglegt hversu fá önnur stúdíó reyna að hugsa aðeins út fyrir kassann. "9" er klárlega skrefið í réttu áttina. Hún er fersk, öðruvísi, glæsileg að útliti og dásamlega skuggaleg. En hún er líka meðframleidd af tveimur afar skrítnum leikstjórum, þannig að litlar líkur voru á því að hér myndi vera eitthvað hefðbundið á ferðinni.

Það er samt alltaf jafn leiðinlegt þegar myndir eru skreyttar frábærum umbúðum og síðan galtómar að innan. Þannig er nefnilega þessi mynd. Það er næstum því ENGINN söguþráður til staðar. Myndin tekur mjög góða grunnhugmynd og teygir úr henni í 70 mínútur án þess að þróa hana eða bæta við einhverjum óvæntum uppákomum til að halda áhuga manns stöðugum. Hin samnefnda stuttmynd (sem var mjög flott) var rétt svo 10 mínútur og þótti mér það of stutt miðað við þær hugmyndir sem hægt var að vinna úr. Núna hefur Shane Acker náð að blása út þessa hugmynd í eina mynd í fullri lengd, og kaldhæðnislega er ekki nóg innihald til að fylla upp í þessa litlu lengd sem myndin rennur á, sem gerir myndina fulllanga. Ég held að cirka hálftími hefði verið passlegt miðað við efnið, þótt ég hefði frekar viljað að Pamela Pettler hefði skrifað fleiri uppköst að handritinu. Mér þykir það ótrúlegt að hún hafi skrifað þessa litlu beinagrind og kallað það gott. Það vantar ekki aðeins meiri sögu, heldur meiri húmor og endinn hefði sömuleiðis mátt endurskrifa. Hann þjáist bæði fyrir rosalegan "anti-climax" (flettið því upp) og aumingjalega væmni á seinustu mínútum.

Aftur á móti, ef þessi mynd væri ekki svona svakalega vel unnin hefði ég örugglega gefið henni lægri einkunn, og það sem hélt áhuga mínum var hversu flott grafíkin var. Grunnhugmyndin er líka svo sniðug, og undarlega myrk. Sagan meira að segja byrjar rétt eftir að öllu mannkyninu hefur verið eytt! Ég myndi fá kjaftstopp ef t.d. Disney myndi reyna eitthvað svipað. Þeir meira eða minna drápu jörðina í Wall-E, en það er ekkert miðað við umhverfið hérna. Og þar sem Tim Burton og Timur Bekmambetov (Wanted) eru meðframleiðendur hefur greinilega ekki reynst erfitt að smala saman þekktum leikurum fyrir raddsetningarnar. Samt, þrátt fyrir að það sé gaman að heyra í röddum þeirra Elijah Wood, John C. Reilly, Christopher Plummer, Jennifer Connelly og Martin Landau, þá eru persónurnar svo auðgleymdar að það skiptir litlu fyrir heildina.

Fyrir hugmyndaflug og útlit mun ég segja að "9" sé ágæt mynd þegar öllu er á botninn hvolft. Hún gat svo sannarlega orðið mun betri, og jafnvel dýpri og minnisstæðari. Ef fólk er ekki visst með það hvort það ætti að fórna rúmum klukkutíma í hana, þá myndi ég ráðleggja því að finna stuttmyndina fyrst, tékka á henni og ákveða svo. Mig langar að hafa trú á þessum Shane Acker. Hann virðist kunna að búa til flott andrúmsloft. Næst þarf hann bara að læra að þekkja gott og ábótavant handrit í sundur, en þegar maður leitast eftir mynd eins þessari, þá vill maður meiri tilfinningaleg tengsl við persónurnar og aðeins flóknari söguþráð.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.04.2024

Mesta áskorunin að finna réttu Amy

Marisa Abela fer með hlutverk Amy Winehouse í kvikmyndinni Back to Black sem kemur í bíó á Íslandi á morgun, föstudaginn 12. apríl. Í samtali Morgunblaðsins við aðstandendur myndarinnar kemur fram að mesta ásko...

08.04.2024

Djöfulleg aðsókn - 666 gestir mættu

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen se...

07.04.2024

Uppgötvar komu andkrists

Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verk...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn