Bruce talar um Die Hard 5

Bruce Willis er þessa dagana á fullu að kynna nýjustu mynd sína, Cop Out. MTV tók viðtal við hann og spurði m.a. hvernig aðrar löggur sem hann hefur leikið, eru í samanburði við John McClane. Eftir að hafa talað um hvað McClane hefur gert góða hluti fyrir feril sinn var Willis ekki lengi að uppljóstra því að fimmta Die Hard-myndin fer líklegast í tökur á næsta ári. Hann bætti því svo við að hann vill að sögusvið myndarinnar verði helst út um allan heim.

Aðstandandi MTV spurði svo hvort Len Wiseman (Underworld, Die Hard 4.0) ætti að snúa aftur og hann sagði: „Ekki spurning.“

Þar hafið þið það. Willis er náttúrulega framleiðandi líka þannig að ég gæti vel trúað því að fimmta Die Hard-myndin verði gerð ef hann hefur nægan áhuga á henni.