Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cop Out 2010

(A Couple of Dicks, Top Cops)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. maí 2010

Rock out with your Glock out

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Mjög sjaldgæfu og verðmætu hafnaboltaspjaldi er stolið frá gamalli löggu. Þar sem spjaldið verðmæta er eina von löggunnar til að greiða fyrir brúðkaup dóttur sinnar, þá ræður hann félaga sinn til að elta uppi þjófinn, sem er forfallinn minjagripasafnari.

Aðalleikarar

Skamm, Kevin!
Ég hélt að Kevin Smith hefði lært af reynslunni eftir Jersey Girl að það hentar honum bara alls ekki að fara út fyrir þægindasvæðið sitt. Hann er og hefur aldrei verið leikstjóri í hefðbundinni merkingu orðsins. Hann er fyrst og fremst gífurlega fyndinn (oftast) og hæfileikaríkur handritshöfundur sem sérhæfir sig í díalog og skondnum persónusamskiptum. Það að hann leikstýrir sínum eigin handritum er algjört aukaatriði, og í flestum tilfellum (þ.e.a.s. mínus Jersey Girl) eru handritin annað hvort fín eða nógu góð til að framleiðslan þurfi ekki að vera ofurvönduð. Point-and-shoot stíllinn hefur venjulega virkað fyrir Smith og það er bara alls ekkert að því. Hann *á* líka bara að gera einfaldar, ódýrar myndir með vinum sínum þar sem hann hefur allt frelsi. Svona sell-out framleiðslur eins og Jersey Girl og núna Cop Out eru bara ekki fyrir hann, alveg sama hversu freistandi tilhugsun það er að vinna með Bruce Willis.

Smith getur bæði verið meistaralega fyndinn og aulalega barnalegur þegar kemur að húmor. Hann elskar t.d. sjúka brandara, prumpubrandara og fleira í þeim dúr, en aftur á móti, það sem hann gerir vel gerir hann oft ákaflega vel. Þó svo að gamanmyndirnar hans hafi ekki allar verið fyndnar frá A-Ö þá eru flestar þeirra með ýmislegt fyndið í sér... nema þessi. Það segir manni einungis það að maðurinn ætti ekki að leikstýra öðru en efni frá sjálfum sér. Annaðhvort það eða hann áttar sig ekki á því að sumt grín virkar einfaldlega betur á blaði heldur en á skjánum. Ég get a.m.k. vel trúað því að handritið á Cop Out (sem átti auðvitað að heita A Couple of Dicks) hafi verið fyndið. En svo ákvað Smith að ráða Tracy Morgan í annað aðalhlutverkið, og einhvern veginn leiddi það til þess að allur húmorinn sogaðist úr hverri einustu senu.

Morgan er ekki alslæmur grínisti. Hann hefur átt góða spretti í 30 Rock. Það er aðallega það hvernig Smith leikstýrir honum (og Bruce Willis reyndar líka, sem er alveg ferlega þvingaður í flestum senum) sem drepur gamanið í öllu efninu. En myndin er ekki bara feiluð útaf húmorsleysinu, heldur er hún bara bjánalega stöðluð og löt. Smith reynir að setja hana í stíl við '80s löggumyndir (rétt orðið er líklegast "homage"), en einhvern veginn kemst það ekki til skila eins og það ætti að gera og í staðinn fáum við bara MJÖG klisjukennda buddy-mynd sem manni er skítsama um frá fyrstu mínútunum. Kaldhæðnislega eru fyrstu mínúturnar þær verstu.

Jú jú, það eru fáein atriði sem eru fín en það er hlægilega langt á milli þeirra. Ég skal að vísu sleppa því að henda þessari mynd á ruslahauginn þar sem ég virðist ekki hafa það í mér að hata hana nógu mikið. Í staðinn þá bara pirrar hún mig. Þetta er hvergi nálægt því að vera mynd sem er svo vond að þú vilt rífa af þér handleginn bara til að hafa eitthvað að gera á meðan kvalarfulla áhorfinu stendur. Nei, Cop Out er bara glæpsamlega ómerkileg mynd en mestmegnis er hún bara sóðaleg vonbrigði fyrir þá sem kunna að meta fyrri verk Smiths.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cop Out er "buddy" mynd í verri kantinum. Ekki í fyrsta sinn sem Bruce Willis reynir eitthvað svona en aldrei hefur það komið svona illa út hjá honum. Hann þarf að finna sér eitthvað að gera af viti bráðum, eina myndin sem hann hefur verið góður í undanfarið er Planet Terror. Tracy Morgan er þó öllu verri en hann er alveg óþolandi leiðinlegur í þessari mynd, karakterinn skortir allan frumleika og sál og það hefði alveg eins mátt setja apakött í hlutverkið. Þessu hefði Kevin Smith alveg mátt sleppa, gerir ekkert gott fyrir feril hans. Húmorinn er slappur og hittir nær aldrei í mark, ekki einu sinni Sean William Scott nær að vera fyndinn. Helsti kosturinn við Cop Out er að söguþráðurinn er nokkuð traustur þegar öllu er á botninn hvolft og vekur jafnvel örlítinn áhuga öðru hvoru. Gerir það. Hífir því myndina upp í eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn