Leikstjórinn Roman Polanski er heldur umdeildur, en þrátt fyrir það hafa myndir hans oftar en ekki hlotið lof gagnrýnenda og á hann ekki erfitt með að fá leikara til sín. Næsta mynd hanns, Carnage, er gott dæmi um það.
Myndin fjallar um tvö hjón í New York sem hittast eitt kvöld til að ræða börn sín. Stendur þannig á að sonur annarra hjónanna slær son hinna hjónanna. Umræðan er fljót að fara úr böndunum og fyrr en varir eru menn farnir að öskra, benda fingrum og kasta því sem ekki er neglt niður. Leikaravalið er ekki af verri endanum en það eru þau Jodie Foster, Kate Winslet, Christoph Waltz og John C. Reilly sem leika hjónapörin.
– Bjarki Dagur