Breytti sér í Zoolander

Íslandsvinurinn Ben Stiller kom óvænt fram í gervi Dereks Zoolander á góðgerðarsamkomu til styrktar einhverfum í New York fyrir skömmu. Aðrir sem tóku þátt í  samkomunni voru Katy Perry, Jon Stewart og Jerry Seinfeld.

Stiller hefur undanfarin ár sýnt áhuga á að gera framhald Zoolander en ekki enn fundið rétta handritið.