Bræður Paul Walker verða staðgenglar

paul_walker_fast_furiousFramleiðsla á sjöundu Fast & Furious myndinnni var sett á bið eftir að leikarinn Paul Walker lést af slysförum á síðasta ári.

Walker lenti í skelfilegu slysi þegar Porche bifreið sem hann var farþegi í, lenti á ljósastaur í Valencia í Kaliforníu. Walker var 40 ára gamall.

Nú er framleiðslan hafin á ný og hefur framleiðslufyrirtækið Universal gefið frá sér yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að bræður Walker, þeir Caleb og Cody, munu verða stangenglar í þær senur sem vantaði upp á með persónu Walker. „Að hafa þá á setti er eins og Paul sé á meðal okkar.“ segir í yfirlýsingunni frá Universal.

Walker lék í öllum Fast & Furious-myndunum nema einni en sjötta var frumsýnd á síðasta ári við mikið lof áhorfenda.