Furious 8 tekin upp á Íslandi?

Hasarmyndin Furious 8 verður hugsanlega tekin upp að hluta til á Íslandi. Þetta kemur fram á vefsíðu The Hollywood  Reporter. Einnig er verið að skoða tökustaði fyrir myndina í Rússlandi.

fast and fur

Allt stefnir í að Furious 8 verði einnig tekin upp að hluta til á Kúbu en heimildir The Hollywood Reporter herma að leikstjórinn F. Gary Gray hafi verið þar staddur nýlega að skoða tökustaði.

Ef það gengur eftir verður þetta í fyrsta sinn síðan Bandaríkin settu viðskiptabann á Kúbu á sjöunda áratugnum sem Hollywood-stórmynd er tekin þar upp. Rúmt ár er liðið síðan Obama, Bandaríkjaforseti, aflétti hluta af banninu.

Kvikmyndaverið Universal Pictures bíður núna eftir því að stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Kúbu leggi blessun sína yfir tökurnar.

Síðasta myndin í þessum vinsæla kvikmyndabálki, Furious 7,  náði inn 1,5 milljörðum dala um heim allan á síðasta ári.

Furious 8 verður frumsýnd í apríl á næsta ári.