Í síðustu viku var greint frá því að enginn annar en Brad Pitt hafi tekið að sér hlutverk í næstu mynd Quentin Tarantino sem nefnist Inglorious Bastards. Nú er einnig ljóst að leikstjórinn, leikarinn og Íslandsvinurinn Eli Roth mun leika ,,kylfusveiflandi nasistamorðingja“, en þessi ákvörðun Quentin Tarantino um að ráða hann kemur ekki á óvart þar sem þeir eru nánir vinir.
Myndin ku vera gjörsamlega trufluð, en hún fjallar um hóp glæpamanna sem verða fyrir árás nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni.
Allir nema glæpamennirnir deyja, og þeir ákveða að reyna að komast til
Sviss til að flýja ákærur – en til þess verða þeir að brjótast í gegnum her nasistanna.
Mitt álit
Inglorious Bastards er á góðri leið með að verða sú mynd sem mig hlakkar langmest til að sjá á komandi árum, en ég vona þó innilega að sjálfsálit Tarantino hlaupi ekki með hann í gönur.

