Bourne Nr. 4 – nýjar útlínur

Aðdáendur njósnarans Jason Bourne, sem er nær ódrepandi nagli, geta farið að láta sig hlakka til því Universal vinnur hörðum höndum að fjórðu myndinni í seríunni, Bourne Legacy, en það er Óskarsverðlaunahafinn Matt Damon sem hingað til hefur túlkað Bourne.

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Hollywood hafa framleiðendur ráðið handritshöfund myndarinnar Miclael Clayton, til að skrifa nýjar útlínur að handriti myndarinnar.

Handritshöfundur verður samt eftir sem áður Tony Gilroy, sem vann við fyrri þrjár myndirnar. ( Bourne Legacy er bók sem skrifuð er af Eric Lustbader í Bourne bókum Robert Ludlum, en myndin verður ekki byggð á þeirri bók.)

Universal vill frumsýna myndina árið 2010, en það er óljóst hvort að Matt Damon og Paul Greengrass, sem leikstýrði Bourne Supremacy og Bourne Ultimatum, snúi aftur til leiks.

Damon hefur látið hafa eftir sér að hann vilji ekki vera með nema Greengrass komi líka, en leikstjórinn segist vilja snúa sér að öðrum verkefnum.

En Universal ætlar sér, hvort sem þeir verða með eður ei, að gera þessa mynd þar sem þessar myndir hafa rmalað gull fyrir stúdíóið. (alls 944 milljónir Bandaríkjadala um heim allan )

Auk Bourne myndanna og Michael Clayton skrifaði Gilroy State of Play og Duplicity.

Matt Damon að íhuga hvort hann eigi að leika í fjórðu myndinni um njósnarann ódrepandi, Jason Bourne.