Borðar augu barna – Fyrsta plakat úr Child Eater!

Fyrsta plakat úr íslensk – amerísku hrollvekjunni Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen er komið út, en myndin verður frumsýnd í Bíó paradís þann 28. október næstkomandi – rétt fyrir Hrekkjavöku.

shild

Í tilkynningu frá Bíó paradís segir að von sé á fyrstu stiklu úr myndinni innan skamms.

Erlingur Óttar Thoroddsen skrifaði og leikstýrði CHILD EATER, en hún er byggð á samnefndri stuttmynd sem var sýnd m.a. á SXSW, RIFF og New York Horror Film Festival, og þó svo myndin hafi verið tekið upp í dimmum skógum New York fylkis, þá rennur rammíslenskt blóð um æðar hennar. Fjölmargir Íslendingar komu að gerð myndarinnar, þar á meðal tónskáldið Einar Sv. Tryggvason.

Myndin fjallar í stuttu máli um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. En sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnalegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að veigra sér frá blindu …

Hér má lesa meira um myndina á heimasíðu hennar.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

ChildEaterPoster1