Bootleg teaser og plaköt úr Watchmen!

 Á Comic Con var sýndur örstuttur teaser úr væntanlegri Watchmen mynd, en hún verður frumsýnd á Íslandi 6.mars á næsta ári og er hennar beðið með gríðarlegri eftirvæntingu, enda um eina af virtari myndasögum allra tíma að ræða.

Myndefnið er tekið upp á síma og gæðin fín, en myndavélin hristist töluvert. Þetta er hins vegar myndefni sem við höfum ekki séð áður og það hlýtur að koma á veraldarvefinn fljótlega.

Smellið hér til að horfa á teaserinn í stærri spilara

Einnig voru sýnd ný Watchmen plaköt á Comic Con hátíðinni og þau má sjá hér fyrir neðan. Plakötin eru fjölmörg og búa yfir kommentum sem persónan á hverju plakati hefur sagt á einhverjum tímapunkti.

Plakötin eru hér fyrir neðan, smellið á þau fyrir betri upplausn.

Tengdar fréttir

28.7.2008    Opinber vefsíða Watchmen opnar