Blóðugt víkingaplakat

Hinn vel blóðugi víkingatryllir The Hammer of the Gods er væntanleg í bíó á næsta ári, en myndin segir frá vígamanninum Steinari sem fer að leita að bróður sínum sem dvelur í Bretlandi.

Nýtt plakat var að koma út sem segir allt sem segja þarf um það hverju menn geta átt von á:

Charlie Bewley, sem leikur Demetri í Twilight myndunum, leikur aðalhlutverkið, Steinar, en myndin á plakatinu er einmitt af honum, kolbrjáluðum,  nýbúnum að höggva mann í herðar niður.

Myndin gerist sem sagt á víkingatíma, eða nánar tiltekið árið 871 eftir Krist. Myndin fjallar um ástríðufullan ungan mann, fyrrnefndan Steinar, sem sendur er af föður sínum, Bagsecq konungi, að leita að bróður sínum, Hakan hinum grimma, sem dvelur í útlegð í Bretlandi. Ferðalagið breytir honum í miskunnarlausan stríðsmann.