Blátt þema á forsýningu Avatar: The Way of Water

Það var mikið um dýrðir á sérstakri forsýningu Avatar: The Way of Water í Egilshöll á miðvikudagskvöldið þar sem fjöldi þekktra andlita mætti til að berja kvikmyndina augum.

Þemað var blátt eins og sést á meðfylgjandi myndum, gestir gengu inn bláan dregil og blár bjarmi lýsti upp salinn.

Íslenskar stjörnur létu sig ekki vanta en meðal gesta voru; Gísli Örn Garðarsson leikari, Gústi B fjölmiðlamaður, Sigga Lund útvarpskona, Gunnar Hansson leikari, Agla María knattspyrnukona, Tommi Steindórs og Ómar Úlfur útvarpsmenn, Ásgeir Kolbeins og Hera Gísla ásamt fullt af öðru frábæru fólki. 

Gerist áratug eftir fyrri myndina

Leikstjórinn James Cameron sýnir enn og aftur snilli sína í þessari mynd sem er framhald af Avatar sem kom út fyrir 13 árum síðan og er í dag tekjuhæsta kvikmynd allra tíma á heimsvísu.

Myndin gerist um áratug eftir atburði fyrri myndarinnar og segir frá raunum Sully fjölskyldunnar er ný ógn stafar af gömlum vágestum. Fjölskyldan unga þarf gefa allt sem hún á til þess að tryggja öryggi sitt og annarra sem búa á plánetunni Pandora.

Gestir ánægðir

Eins og segir í tilkynningu frá SAM bíóunum voru bíógestir hæstánægðir með myndina og langflestir voru á því að þetta væri mynd sem er nauðsynlegt væri að sjá í bíó. Því var vel við hæfi að frumsýningin færi fram í Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll, á stærsta bíóskjá landsins. Þess má geta að notast er við tvo myndvarpa sem gerir þrívíddina mun dýpri og skarpari.

Visually flottust

Strax eftir frumsýningu hafa Sambíóunum borist skilaboð á samfélagsmiðlum og í tölvupósti þar sem gestir lýstu yfir ánægju sinni með myndina:

„Hún var geggjuð visually flottasta mynd sem ég hef séð. Takk fyrir mig!“

———————–

„Hún var mjög góð. Vel gerð og maður fann lítið fyrir 3 klst.

Strákarnir mínir voru mega sáttir.

Besta 3-D mynd sem ég hef farið á.“

———————–

„Avatar 2 var frábær og á eftir að moka inn verðlaunum og aurum!

Gaman að fara aftur á 3D mynd.

Bíðum spennt eftir næstu því það var greinilega verið að hlaða í þann möguleika.“

———————-

„Takk kærlega fyrir boðið!

Mér fannst myndin frábær, naut hverrar mínútu.“

——————–

„Virkilega flott mynd. Við vorum öll mjög ánægð og skemmtum okkur vel.“

„3D virkaði rosalega vel. Mjög vel nýtt til að gera sjónræna upplifun betri og dýpri, ekki í tæknilegt „Show off“ eins og stundum er.

Algjörlega þess virði að fara í bíó til að sjá þessa mynd, ekta BÍÓ-mynd sem verður að fara á í bíó til að áhrif og upplifun skili sér.“

—————————–

„Toppar að mínu mati auðveldlega fyrri myndina.“

 ——

„Frábær skemmtun, takk fyrir okkur kærlega.“

Skoðaðu myndirnar af frumsýningargestunum hér fyrir neðan: