Blake Lively í næstu Sex & the City?

Nýlega kom í ljós að höfuðpaurarnir hjá Warner Bros myndu ekki leggja í aðra beina framhaldsmynd af hinni geysivinsælu Sex and the City-seríunni. Þess í stað ákváðu þeir að gera kvikmynd byggða á The Carrie Diaries, skáldsögu eftir höfund Sex & the City bókanna. The Carrie Diaries fjallaði um, eins og titillinn gefur til kynna, Carrie úr Sex and the City þegar hún var enn í háskóla.

Lengi stóð til að Miley Cyrus myndi taka að sér hlutverkið sem Sarah Jessica Parker fór með í þáttaröðinni sem og tveimur kvikmyndum, en nú hefur komið í ljós að framleiðandi seríunnar, Michael Patrick King, berjist fyrir að fá Gossip Girl-stjörnuna Blake Lively í hlutverkið. Lively er funheit í Hollywood um þessar mundir en hún var talin standa sig með prýði í hinni stórgóðu The Town ásamt því að hún fer með stórt hlutverk í væntanlegu stórmyndinni Green Lantern.

– Bjarki Dagur

Blake Lively í næstu Sex & the City?

Nýlega kom í ljós að höfuðpaurarnir hjá Warner Bros myndu ekki leggja í aðra beina framhaldsmynd af hinni geysivinsælu Sex and the City-seríunni. Þess í stað ákváðu þeir að gera kvikmynd byggða á The Carrie Diaries, skáldsögu eftir höfund Sex & the City bókanna. The Carrie Diaries fjallaði um, eins og titillinn gefur til kynna, Carrie úr Sex and the City þegar hún var enn í háskóla.

Lengi stóð til að Miley Cyrus myndi taka að sér hlutverkið sem Sarah Jessica Parker fór með í þáttaröðinni sem og tveimur kvikmyndum, en nú hefur komið í ljós að framleiðandi seríunnar, Michael Patrick King, berjist fyrir að fá Gossip Girl-stjörnuna Blake Lively í hlutverkið. Lively er funheit í Hollywood um þessar mundir en hún var talin standa sig með prýði í hinni stórgóðu The Town ásamt því að hún fer með stórt hlutverk í væntanlegu stórmyndinni Green Lantern.

– Bjarki Dagur