Þjófar á tökustað Dumb and Dumber To

dumb-and-dumberLögreglan í Flórída er að rannsaka þjófnað sem átti sér stað á tökustað Dumb and Dumber To. Um er að ræða kvikmyndatökuvél og búnað upp á allt að 60 milljónir íslenskra króna.

Atvikið átti sér stað rétt áður en tökulið myndarinnar fór að undirbúa kvikmyndatöku sem átti að eiga sér stað í þyrlu.

„Tökuliðið fór og fékk sér morgunmat og þegar það kom til baka þá var búnaðurinn horfinn. Þessi búnaður er víst afar sjaldgæfur,“ Sagði lögreglumaðurinn Ernesto Ford.

Eigendurnir hafa boðið þeim sem geta gefið vísbendingar um stolna gripinn, ásamt aukahlutum allt að 600.000 kr. í fundarlaun.

Eins og við höfum sagt frá þá fjallar Dumb and Dumber To um það þegar þeir vinirnir Lloyd Christmas og Harry Dunne, sem leiknir eru af Jim Carrey og Jeff Daniels, fara að leita að týndri dóttur Harry.