Inglourious Basterds nýjasta mynd Quentin Tarantino, kom sá og sigraði í bandarískum bíóhúsum á frumsýningardag myndarinnar, sl.föstudag. Samkvæmt Variety kvikmyndablaðinu, eru tekjur af frumsýningardeginum áætlaðar 14,3 milljónir Bandaríkjadala, en myndin var frumsýnd samtímis í 3.165 kvikmyndahúsum. Þessi árangur er langbesti frumsýningardagur Tarantino frá upphafi í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd í Frakklandi á miðvikudag, og sló í gegn þar einnig, með meiri tekjur en nokkur önnur mynd leikstjórans á frumsýningardegi þar í landi.
Tarantino sló með þessari frumsýningu einnig met sem District 9 setti á föstudaginn fyrir viku síðan, sem var 14,2 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningardag, yfir að vera önnur stærsta R-Rated opnun í ágúst, en American Pie 2 á metið í þessum flokki með 16,5 milljónir dala.

