Leikstjórinn Guy Ritchie hefur tekið fótboltatöffarann David Beckham undir sinn verndarvæng því kappinn fer með hlutverk í tveimur næstu myndum hans.
Fetar Beckham þar með í fótspor fyrrverandi liðsfélaga síns úr Man. United, Eric Cantona, í leiklistinni.
Hinn húðflúraði Beckham leikur eins konar feluhlutverk í The Man From U.N.C.L.E. en landi hans Ritchie gaf honum stærra hlutverk í The Knights of the Round Table: King Arthur.
„Við létum hann fá hlutverk í Arthur, sem er nýbúin og hann var frábær í henni,“ sagði Ritchie. „Hann er í stærra hlutverki þar. Við förum hægt í sakirnar með David og sjáum hvað það skilar okkur. Hann nýtur sín mjög vel í þessu.“
Ritchie er þekktastur fyrir að leikstýra Lock, Stock and Two Smoking Barrels, Snatch og Sherlock Holmes-myndunum.