Löngum hefur verið uppi orðrómur um Baywatch bíómynd en ekkert orðið af því þar til nú. Jeremy Garelick hefur nú verið ráðinn til að endur skrifa handrit að Baywatch mynd sem var skrifað árið 2005 og einnig að leikstýra nýju myndinni.
Jeremy, sem segist ekki hafa séð neitt af Baywatch þáttunum, ætlar að skrifa handritið í sama stíl og Police Academy eða Stripes. Við getum því búist við helling af fallegu, léttklæddu kvenfólki og klikkuðum sérvitrum persónum.
Jeremy skrifaði meðal annars handritið að The Break-Up og aðstoðaði við skrif handrits The Hangover.
Bíómyndir byggðar á gömlum sjónvarpsþáttum virðast því vera vinsælir nú um mundir en eins og margir vita þá er bíómynd um The A-Team og mynd um T.J. Hooker einnig á leiðinni.
Maður bíður bara eftir Dallas bíómynd.

