Back to the Future teymið sameinað á ný

Bandaríski leikarinn Josh Gad hefur verið duglegur að safna saman hópi leikara og aðstandenda úr kvikmyndum sem voru honum (og mörgum) mjög kærar í æsku. Gad vakti mikla athygli með vefþættinum Reunited Apart þegar hann skipulagði hitting gegnum streymi með leikurum og nokkrum aðstandendum ævintýramyndarinnar The Goonies.

Einn tilgangur þessara þátta hjá Gad er, líkt og nafnið gefur til kynna, að sameina hina ýmsu listamenn á meðan allir halda sér í heimahúsum á meðan veirufaraldurinn blæs yfir.

Tilraun Gad sló í gegn og var næsta skrefið þá að grípa helstu aðstandendur Back to the Future þríleiksins.

Hægt er að sjá þáttinn hér að neðan, en á meðal gesta Gad eru Michael J. Fox, Christopher Lloyd, Lea Thompson, Mary Steenburgen, Robert Zemeckis, Alan Silvestri og fleiri. Má þess einnig geta að J.J. Abrams skýtur þarna einnig upp kollinum til að deila ást sína á myndunum með liðinu.