David Arquette og Monica úr Friends Courteney Cox hafa staðfest að þau verði í Scream 4. Hjónin, sem einmitt kynntust við tökur á Scream, sögðust hafa séð handrit þar sem Dewey kemur aftur til lífs og Cox fær að leika tíkarlegu persónuna sína aftur.
„Það á bara eftir að vera fáránlega gaman, þetta er frábært“ sagði David í viðtali við E!. Neve Campell mun hins vegar ekki snúa aftur, hún er náttúrulega búin að vera mjög upptekin að leika í stórmyndum síðan hún var í Scream eins og til dæmis…
…neibb engri.
David vildi ekkert tjá sig um söguþráð myndarinnar, hann sagði hins vegar að það væri ekki staðfest að Wes Craven kæmi að framleiðslu myndarinnar.
Þetta eru nú frægustu myndir Wes Craven, hví ætti hann ekki að snúa aftur ?

