Aronofsky gerir Anti-Meth auglýsingar

Það þykir ekki alltaf frásögu færandi að virtir kvikmyndaleikstjórar taki að sér auglýsingaverkefni til hliðar, margir þeirra hófu ferilinn þar og þykir spennandi að snúa aftur. Þannig vekefni geta boðið upp á talsvert sköpunarfrelsi ásamt því að vera ekki eins tímafrek og kvikmyndir í fullri lengd.

Ég ákvað samt að skrifa þessa frétt til að benda lesendum á auglýsingar eftir Darren Aronofsky, sem styðja eiga herferð gegn eiturlyfjum sem síðan Methproject.org stendur fyrir. Allir sem hafa séð Requiem for a Dream (get því miður ekki enn talið sjálfan mig í þeim hópi) sjá að stíll hans smellpassar við þessa herferð – og þykir í raun furðulegt að hann sé fyrst nú að gera þessar auglýsingar 10 árum eftir að sú mynd kom út. En hann hefur kannski fengið nóg af fíkn og vonleysi í dágóðan tíma.

En hvað um það, auglýsingarnar eru dottnar á netið og eru mjög áhrifaríkar 30 sekúndur hver. Þess skal getið, að þó ekkert sjáist sem ekki venjulega sést í auglýsingum, eru þær verulega óhugnalegar. Hér er ein, tékkaðu á restinni hér: