Argo valin best á BAFTA – Íslendingar unnu ekki

Argo, mynd Ben Affleck, fékk í kvöld aðalverðlaunin á BAFTA verðlaunahátíðinni bresku, eða bresku Óskarsverðlaununum eins og þau eru stundum kölluð. Myndin var valin besta mynd síðasta árs.

Argo vann tvenn önnur verðlaun á hátíðinni, fyrir bestu klippingu og Affleck var valinn besti leikstjóri.  Verðlaunin bætast í hóp fjölmarga annarra verðlauna sem myndin hefur unnið til á síðustu vikum, og gerir hana sífellt líklegri til afreka á komandi Óskarsverðlaunahátíð.

Argo hefur unnið verðlaun á Producers Guild, Directors Guild og Screen Actors Guild sem og á Golden Globes sem og á Critics Choice kvikmyndaverðlaununum.

Affleck og Argo komu einnig við sögu í athöfninni sjálfri þegar Affleck afhenti fyrstu verðlaun kvöldsins sem fóru til James Bond myndarinnar Skyfall. Framleiðandi Argo, George Clooney, afhenti síðan verðlaun fyrir besta meðleik, en þau runnu til Anne Hathaway fyrir Les Miserables.

Eiginkona Ben Affleck, Jennifer Garner, afhenti verðlaun fyrir besta handrit sem unnið er upp úr áður útgefnu efni, en þau fóru til David O. Russell fyrir Silver Linings Playbook.

Fyrir leik í aðalhlutverki hlaut verðlaun hin 85 ára gamla Emmanuelle Riva fyrir leik sinn í frönsku myndinni Amour, en Jennifer Lawrence og Jessica Chastain lutu þar m.a. í lægra haldi.

Christoph Walts vann BAFTA verðlaunin fyrir besta meðleik fyrir hlutverk sitt í Django Unchained, og skákaði þar þeim Tommy Lee Jones, Philip Seymour Hoffman og Alan Arkin. Þetta voru önnur BAFTA verðlaun Waltz, en hann vann einnig BAFTA verðlaunin fyrir þremur árum síðan fyrir Inglorious Basterds.

James Bond var valin besta breska myndin og Brave var valin besta teiknimyndin.

Hin ótrúlega Searching for Sugar Man var valin besta heimildamyndin.

Amour var valin besta erlenda myndin.

Fyrir frumsamið handrit sigraði Quentin Tarantino fyrir Django Unchained, og sigraði þar Amour og hina mögnuðu Zero Dark Thirty.

Þær stuttmyndir sem Íslendingar komu nálægt á hátíðinni unnu ekki til verðlauna. Stuttmyndin Good Night sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur var tilnefnd til BAFTA verðlauna í kvöld sem og stuttmyndin Tumult, eftir Johnny Barrington, en þar eru á meðal leikenda þeir Ingvar E. Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson og Ívar Örn Sverrisson. 

 

Hér að neðan er heildarlisti vinningshafa:

Besta mynd:

Argo (2012)
Les Misérables (2012)
Life of Pi (2012)
Lincoln (2012)
Zero Dark Thirty (2012)

Alexander Korda verðlaunin fyrir bestu bresku mynd ársins

Skyfall (2012)
Anna Karenina (2012/I)
The Best Exotic Marigold Hotel (2011)
Les Misérables (2012)
Seven Psychopaths (2012)

Besti leikari

Daniel Day-Lewis fyrir Lincoln (2012)
Ben Affleck fyrir Argo (2012)
Bradley Cooper fyrir Silver Linings Playbook (2012)
Hugh Jackman fyrir Les Misérables (2012)
Joaquin Phoenix fyrir The Master (2012)

Bresta leikkona

Emmanuelle Riva fyrir Amour (2012)
Jessica Chastain for Zero Dark Thirty (2012)
Marion Cotillard for Rust and Bone (2012)
Jennifer Lawrence for Silver Linings Playbook (2012)
Helen Mirren for Hitchcock (2012)

Besti meðleikari

Christoph Waltz fyrir Django Unchained (2012)
Other Nominees:
Alan Arkin for Argo (2012)
Javier Bardem for Skyfall (2012)
Philip Seymour Hoffman for The Master (2012)
Tommy Lee Jones for Lincoln (2012)

Besta meðleikkona

Anne Hathaway fyrir Les Misérables (2012)
Amy Adams fyrir The Master (2012)
Judi Dench fyrir Skyfall (2012)
Sally Field fyrir Lincoln (2012)
Helen Hunt fyrir The Sessions (2012)

David Lean verðlaunin fyrir leikstjórn

Ben Affleck for Argo (2012)
Kathryn Bigelow fyrir Zero Dark Thirty (2012)
Michael Haneke fyrir Amour (2012)
Ang Lee fyrir Life of Pi (2012)
Quentin Tarantino fyrir Django Unchained (2012)

Besta frumsamda handrit

Django Unchained (2012): Quentin Tarantino
Amour (2012): Michael Haneke
The Master (2012): Paul Thomas Anderson
Moonrise Kingdom (2012): Wes Anderson, Roman Coppola
Zero Dark Thirty (2012): Mark Boal

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni

Silver Linings Playbook (2012): David O. Russell
Argo (2012): Chris Terrio
Beasts of the Southern Wild (2012): Lucy Alibar, Benh Zeitlin
Life of Pi (2012): David Magee
Lincoln (2012): Tony Kushner

Besta kvikmyndataka

Life of Pi (2012): Claudio Miranda
Anna Karenina (2012/I): Seamus McGarvey
Les Misérables (2012): Danny Cohen
Lincoln (2012): Janusz Kaminski
Skyfall (2012): Roger Deakins

Besta klipping

Argo (2012): Billy Goldenberg
Django Unchained (2012): Fred Raskin
Life of Pi (2012): Tim Squyres
Skyfall (2012): Stuart Baird
Zero Dark Thirty (2012): Dylan Tichenor, Billy Goldenberg

Besta sviðshönnun

Les Misérables (2012): Eve Stewart, Anna Lynch-Robinson
Anna Karenina (2012/I): Sarah Greenwood, Katie Spencer
Life of Pi (2012): David Gropman, Anna Pinnock
Lincoln (2012): Rick Carter, Jim Erickson
Skyfall (2012): Dennis Gassner, Anna Pinnock

Bestu búningar

Anna Karenina (2012/I): Jacqueline Durran
Great Expectations (1998): Beatrix Aruna Pasztor
Les Misérables (2012): Paco Delgado
Lincoln (2012): Joanna Johnston
Snow White and the Huntsman (2012): Colleen Atwood

Anthony Asquith verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist

Skyfall (2012): Thomas Newman
Anna Karenina (2012/I): Dario Marianelli
Argo (2012): Alexandre Desplat
Life of Pi (2012): Mychael Danna
Lincoln (2012): John Williams

Besta förðun og hárgreiðsla

Les Misérables (2012)
Anna Karenina (2012/I)
Hitchcock (2012)
The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)
Lincoln (2012)

Besta hljóð

Les Misérables (2012)
Django Unchained (2012)
The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)
Life of Pi (2012)
Skyfall (2012)

Bestu tæknibrellur

Life of Pi (2012)
The Avengers (2012)
The Dark Knight Rises (2012)
The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)
Prometheus (2012/I)

Besta erlenda mynd
Amour (2012)
Headhunters (2011)
The Hunt (2012)
Rust and Bone (2012)
The Intouchables (2011)

Besta teiknimynd

Brave (2012)
Frankenweenie (2012)
ParaNorman (2012)

Besta heimildamynd

Searching for Sugar Man (2012)
The Imposter (2012)
Marley (2012)
McCullin (2012)
West of Memphis (2012)

Efnilegasti leikari

Juno Temple
Elizabeth Olsen
Andrea Riseborough
Suraj Sharma
Alicia Vikander

Besta frumraun Breta

The Imposter (2012): Bart Layton, Dimitri Doganis
I Am Nasrine (2012): Tina Gharavi
McCullin (2012): David Manos Morris, Jacqui Morris
The Muppets (2011): James Bobin
Wild Bill (2011): Dexter Fletcher, Danny King

Besta teiknaða stuttmynd

The Making of Longbird (2011): Will Anderson, Ainslie Henderson
Here to Fall (2012): Kris Kelly, Evelyn McGrath
I’m Fine Thanks (2011): Eamonn O’Neill

Besta stuttmynd

Swimmer (2012): Lynne Ramsay, Peter Carlton, Diarmid Scrimshaw
The Curse (2012/II): Fyzal Boulifa, Gavin Humphries
Good Night (2012): Muriel d’Ansembourg, Eva Sigurdardottir
Tumult (2011): Johnny Barrington, Rhianna Andrews
The Voorman Problem (2011): Mark Gill, Baldwin LI