Leikstjórinn Wes Anderson ( Rushmore , The Royal Tenenbaums ) er með nýja kvikmynd í vinnslu. Nefnist hún The Life Aquatic og í henni munu þau Bill Murray, Owen Wilson og Anjelica Houston fara með aðalhlutverkin. Einnig eru Jeff Goldblum , Peter Stormare og Bud Cort orðaðir við myndina. Hún fjallar um sjávarlíffræðing einn sem reynir að ná sáttum við son sinn meðan þeir eru í ferð til þess að reyna að finna goðsagnakenndan hákarl. Stefnt er að því að tökur á myndinni hefjist síðar á þessu ári.

