Jókerinn virðist vera á ferðinni í efri hluta New York borgar, en við ákveðin gatnamót gnæfir risastórt REMAX auglýsingaskilti yfir allt. Á því er maður að nafni Chad Perkins, en svo virðist sem jókerinn sé búinn að krota yfir það með áletruninni frægu ,,Why so serious ?“ og teikna yfir andlit hans.
The Dark Knight hefur vægast sagt slegið í gegn úti um allan heim, og þénað vel yfir 400 milljónir á aðeins 18 dögum, sem er nýtt met. Spurningar eru nú á lofti hvort hún gæti slegið met Titanic sem græddi um 600 milljónir árið 1997, en hún var gríðarlega lengi, jafnvel yfir 9 mánuði, til sýninga í kvikmyndahúsum. Á Íslandi er enn að seljast upp á The Dark Knight sýningar, eða þá að salurinn sé þéttsetinn nema þá kannski fremsta röðin.
EKki er vitað hvort þetta sé hluti af markaðsherferð myndarinnar The Dark Knight,
hvort Chad Perkins sé að reyna að ná í enn meiri athygli eða þá að
brjálaður aðdáandi hafi tekið sig til og gert þetta meistaraverk.
Myndin er hér fyrir neðan, smellið á hana fyrir betri upplausn.


