Allsnakin Cruise höggmynd

Myndlistarmaðurinn Daniel Edwards hefur búið til höggmynd af Mission Impossible leikaranum Tom Cruise, í tilefni af því að leikarinn hefur verið meðlimur í Vísindakirkjunni í 25 ár. Það sem vakið hefur athygli við höggmyndina er hve mikla natni listamaðurinn lagði í kynfæri leikarans, en styttan þykir sérlega vel vaxin niður á við.

Tom-statue-screenshot-640x480

Höggmyndin, sem er á fimmta metra á hæð, sýnir Cruise allsnakinn, haldandi á stórri medalíu við brjóst sér. Vísindakirkjan sver af sér öll tengsl við listamanninn og höggmyndina.

Edwards segist engin tengsl sjálfur hafa við kirkjuna, en hann er þekktur fyrir umdeild listaverk sín, eins og höggmynd af söngkonunni Britney Spears þar sem hún er á fjórum fótum að fæða barn, og mynd af Hillary Clinton fyrrum forsetafrú og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nakinni að ofan.

Listamaðurinn kveðst ekki hafa sjálfur átt hugmyndina að Cruise myndinni, en neitar að segja hver hafi fengið hann til verksins.

Þó að kynfærin séu það sem vakið hafi mesta athygli á netinu, þá segist Daniels hafa vonað að aðrir hlutar styttunnar fengju athygli.

cruise-shroud

Myndin verður til sýnis í einskonar tímabundinni „pop-up“ vísindakirkju, sem sett verður upp hjá höfuðstöðvum kirkjunnar í Clearwater í Flórída, en óvíst er hvar styttan mun verða eftir það.

Hér og hér má lesa meira um verkið og listamanninn.