Alexander hinn mikli

Leikstjórinn Ridley Scott ( Alien , Thelma & Louise ) og hinn fornfrægi framleiðandi Dino De Laurentiis hafa staðfest að saman muni þeir gera epíska stórmynd um Alexander hinn mikla. Þeir hafa einnig staðfest að Anthony Hopkins ( The Silence of the Lambs ) muni taka að sér aukahlutverk í myndinni. Aðspurður sagði De Laurentiis að þeir myndu reyna að hafa einhvern óþekktan leikara sem Alexander, og að sú manneskja myndi þurfa að vera einstök. Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta verkefni fer.