Áhorf vikunnar (6. – 12. feb)

Nú með 25% meiri Nicolas Cage… í þrívídd.

Þá er komið að stóru spurningunni: hversu mörg ykkar gáfu George Lucas meiri pening fyrir sömu vöruna? Sá einhver Hugo (stórkostleg þrívídd), Denzel Washington-myndina Safe House, bjúguna hans Fassbenders í Shame, eða kannski frönsku tölvuteiknimyndina Skrímsli í París?

Bíðum spennt eftir að heyra hvað þið sáuð. Jónas Haux, Sindri Már og fleiri. Auðvitað skellum við pennarnir okkar áhorfum inn með ykkur, höfum þetta jafn kammó og einfalt eins og vanalega:

Kvikmynd, einkunn
og komment.

PS: Veit ekki hvort einhver er að plana að sjá Skrímsli í París, en ég verð einfaldlega að láta þetta ógleymanlega lag úr myndinni fylgja með til að koma fólki í smá stuð. Verst að hún er ekki sýnd hérlendis á frönsku.