Áhorf vikunnar 2. – 8. apríl

Gleðilega Páska öll sömul! Vonandi hafa allir notið sín með fjölskyldu og vinum og legið í hollari (og óhollari) leti um helgina.

Einhver svakalegasti (ef ekki aðal) bíómánuður ársins tók sinn fyrsta kipp með American Reunion og Titanic, en í þessari viku verða 100 ár liðin frá jómfrúferð skipsins og slysinu sem átti sér stað. Íslenska heimildarmyndin Baráttan um Landið var frumsýnd í Bíóparadís, en hún fjallar um hættur gegn íslenskri náttúru í nafni orkuframleiðslu erlendrar stóriðju. Ó, og Gone var einnig frumsýnd.

Í þessari viku sýnum við á Kvikmyndir.is myndina The Raid á miðvikudag og það er enn slatti af miðum eftir. Bollywood veisla hefst í Bíóparadís og eftir að hafa litið yfir úrvalið verð ég að viðurkenna að dagskráin hljómar mjög spennandi, sérstaklega ef maður hefur aldrei séð mynd úr Bollywood-smiðjunni. Tunglnasistarnir í Iron Sky rata í bíó ásamt The Cold Light of Day og stærstu borðspilsmynd allra tíma, Battleship.

Og nú er komið að kjarna málsins: ykkur. Bíóhúsin voru opin um páskana og eflaust margir sem voru í páskafríi hafa farið á eina eða tvær góðar ræmur. Látið það flakka, við pennarnir reynum að vera virk með í þessu:

Kvikmynd, einkunn
og komment.

Go!