John Travolta prófar nýja hluti í myndinni Hairspray. Hann leikur móður Tracy, stelpu sem vill allt gera til þess að komast í dansþátt í sjónvarpinu. Fyrir hlutverkið þurfti hann því skiljanlega að klæðast kvenmannsfötum auk þess sem gervifita var fest við hann allan. Töffarinn Christopher Walken leikur svo eiginmanninn, þannig að það ætti að vera áhugavert að sjá þetta óvenjulega leikpar á hvíta tjaldinu.

