Enn fleiri endurgerðir

Sprelligosarnir Adam Sandler og Chris Rock eru búnir að ákveða að vera í kvikmyndinni The Longest Yard, og er endurgerð samnefndar myndar frá 1975 sem fjallar um fanga sem keppa við verði í Amerískum fótbolta. Sú gamla þykir enn vera meðal þeirra sæmilegustu íþróttamynda Bandaríkjanna en það þýðir þó ekki að mikið bjartsýni vafi yfir þessari mynd. Að vísu er hinn ávallt flotti Gary Oldman búinn að samþykkja með að vera með, en hann mun sjást núna eftir nokkra daga sem Sirius Black í Harry Potter and the Prisoner of Azkaban.

Þetta er ekki fyrsta endurgerð þeirrar myndar sem litið hefur dagsins ljós. Vinnie Jones var þegar búinn að sjá um þetta í breskri útgáfu sem nefndist Mean Machine. Leikstjórinn mun verða Peter Segal, sem sá um tvær undanfarnar grínmyndir Sandlers, 50 First Dates og Anger Management.

Maður getur ekki annað en sett stórt spurningarmerki á hvernig þetta skal heppnast. Chris Rock átti frekar daufa endurgerð sjálfur, Down to Earth, og Sandler stóð á bakvið þegar klassíkin Mr. Deeds Goes to Down fékk stóran skell.