Borg Syndanna fær stórt leikaralið

Nýjasta verkefni Robert Rodriguez stendur nú á miðjum tökum, og ber sú mynd heitið Sin City og er byggð á samnefndum sögum eftir Frank Miller. Sögurnar eru ýmsar og virkar þetta eins og nokkurs konar ‘noir’ stemmning, en þetta á víst að vera gæðaefni (að sögn leikstjórans).
Tökur á þessari mynd eru bara rétt nýbyrjaðar og eru sífellt fleiri leikarar að bætast við. Nú þegar eru þau Elijah Wood, Bruce Willis, Josh Hartnett, Mickey Rourke, Brittany Murphy, James King, Carla Gugino og margir aðrir ákveðið að fara með helstu hlutverkin. Og svo nú fyrir einungis nokkrum dögum síðan bættust þeir Benicio Del Toro og Clive Owen við þetta lið.
Rodriguez er vanur að fókusa á einn eða fáa leikara í einu meðan hann gerir myndirnar sínar, sem sýnir hvers vegna hann er svona fljótur að taka þær upp (ath. það tók aðeins 9 daga að taka upp allar senurnar með Johnny Depp í Once Upon a Time in Mexico), og einnig hvernig hann nær að útvega sér svona stórt magn af leikurum.
Félagi hans, Quentin Tarantino hefur einnig ákveðið að leikstýra einni sögunni í myndinni, til að endurgreiða Robert fyrir að semja tónlistina fyrir Kill Bill Vol. 2. Þetta er farið að hljóma virkilega spennandi, en því miður fáum við ekki að sjá þessa mynd fyrr en sumarið 2005.