Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Brilliant. Þriðji hlutinn í þessari stórgóðu trilógíu Robert Rodriguez er meiriháttar góð mynd sem ég mæli með öllum að sjá sem fyrst. Hér er Antonio Banderas kominn aftur í hlutverki El Mariachi og er hann alltaf jafn svalur í því hlutverki. Svo fær Robert fullt af frábærum leikurum til að spila misstór hlutverk, eins og Willem Dafoe, Mickey Rourke, Sölmu Hayek og eru þau mjög góð í sínum hlutverkum. En samt er skemmtilegasta persóna myndarinnar sú sem Johnny Depp leikur. Hann leikur þessa spilltu löggu af einstakri snilld eins og honum einum er lagið. Svo fannst mér flest allt virka í þessari mynd: Spennan og actionið í myndinni er rosalegt, sagan er virkilega góð og nær Rodriguez að skila lokahluta sögu sinnar mjög vel frá sér. Svo er hún virkilega flott gerð og tónlistin er yndisleg að hlusta á. Hún er einnig ógeðsleg í sumum atriðum, þá sérstaklega í einu af lokaatriðunum sem er virkilega svalt en samt óþægilegt að horfa á. Lokaniðurstaða: Ein svalasta trilógía sem ég hef séð, sem að er vel þess virði að sjá.
Once upon a time in Mexico er þriðja myndin um Eli Mariachi. Fyrstu myndina hef ég ekki ennþá séð en númer tvö sem einfaldlega heitir Desperado minnir mig að hafi verið örlítið betri en þessi þrátt fyrir að hafa komið soldið ódýr fyrir sjónir. Ekki skortir leikaraúrvalið í þessari og allir standa sig með prýði en þó sérstaklega Antonio Banderas og Johnny Depp sem báðir eru illa svalir í hlutverkum sínum. Það er margt gott við þessa mynd, útlitið er hrífandi, hasaratriðin eru óaðfinnanlega unnin og tónlistin er alls ekki svo vonlaus og það munar litlu að ég gefi þessari mynd tvær og hálfa stjörnu en hún er bara svo úr öllu samhengi og meikar oft varla sens þannig að tvær stjörnur sléttar er eiginlega kvótinn. Mæli ég með þessari mynd? Nei....ekki nema fyrir það að hún er svona þokkaleg skemmtun til að horfa á einu sinni. Ekki forðast OUATIM beint en ég fullyrði það að þið eruð alls ekki að missa af miklu.
Mig langar til að gráta.Ég elskaði el mariachi og svo kom desperado sem var enn betri og svo kemur þetta kjaftæði.
Söguþráðurinn er svo leiðinlegur fyrir utan nokkur flott atriði.Ég mæli eindregið með því að fólk forðist þessa mynd.
Þessi mynd er fullkomið dæmi um það er ekki bara nóg að setja fullt af góðum leikurum í mynd til að hún verði góð. Einvala leikaralið er þarna og má þá nefna en þar skal helst nefna þá Johnny Depp og Willem Dafoe. Þetta eru menn sem tekst oft að rífa myndir úr meðalmennskunni. Það tekst ekki hér enda ekki mikið að vinna með. Það er verið að reyna að endurnýta vinsældir Desperado, og það tekst all hrapalega.
Söguþráðurinn er sundurleitur og oft á tíðum heimskulegur. Ofugt við það í fyrri myndunum El Mariachi og Desperado, þá hefur maður enga samúð með persónum myndarinnar. Manni stendur alveg nákvæmlega á sama þó að hinn og þessi deyji, og þess vegna verður myndin að enn einni 'Hollywood recycle flick' sem skýtur langt yfir markið.
Allgjör snilld Once Up On A Time In Mexico er mjög góð mynd með úrvalls leikurum, hún er samt svolítið blóðug en þannig eiga myndir að vera, Mér fannst Desperado og þessi mynd mjög líkar en Robert Rodriguez er bara allgjör snillingur. Hrein Snilld....
Sjáið þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. september 2003
- Agent Sands: Are you a Mexi-CAN or a Mexi-CAN'T?
Cucuy: I'm a Mexi-CAN
Agent Sands: Good. Then do as I say.