Framhald af Bourne Identity

Verið er að vinna í því að koma framhaldi af hinum óvænta smelli sem The Bourne Identity reyndist vera. Tony Gilroy ákvað að snúa aftur og skrifa aftur handritið að framhaldinu, fenginn var hinn fíni leikstjóri Paul Greengrass ( Bloody Sunday ), Matt Damon kvaðst mundu snúa aftur ef handritið yrði sæmilegt, og allt í góðum gír. Joan Allen mun líklega leika hlutverk í myndinni sem CIA útsendarinn sem eltir uppi Jason Bourne út um alla Evrópu. Tökur á myndinni eiga að hefjast í árslok og verður hún tekin upp víðsvegar um Evrópu.