Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bloody Sunday 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. ágúst 2003

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Drama í heimildarmyndastíl um aðdraganda hins hörmulega atburðar þann 30. janúar árið 1972 í bænum Derry í Norður Írlandi, þegar breskir hermenn skutu á mótmælagöngu, með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og 14 særðust að auki.

Aðalleikarar


Bloody Sunday er ekki beinlínis skemmtanagildi heldur áminnig um að friður á að vera í heiminum. Myndin fjallar um sanna atburði sem gerðist árið 1972 í Norður Írlandi. Stjórnmálamaður (James Nesbitt,Lucky Break) ætlar að hefja friðsamlega mótmælagöngu á móti kaþólikkum en eingöngu mótmælendur voru í göngunni.En þegar nokkrir vandræðaseggir byrja að kasta grjóti á Bretana og öskra á þá og segja þeim að fara burt skjóta Bretarnir á móti með alvöru kúlum. Þá breytist friðsamleg mótmælaganga í blóðbað. Frekar mikið af fólki varð myrt og flest af þeim voru sautján ára. Bresku hermennirnir voru ekki refsað og því í réttum orðum fengu hermennirnir að myrða fullt af fólki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem segir frá atburðunum í Norður Írlandi Janúar 1972 þegar Breskir hermenn skutu 13 óbreytta borgara til bana í friðsamlegri mótmælendagöngu. Myndin heldur svona heimildarstíl. Allt gert með handheldum myndavélum og allt mjög stríðsmyndarlegt. Leikurinn er magnaður. Hljóðið í myndinni er sterkt fyrirbæri. Sagan ótrúlega sögð og einkennilegasta var að það var engin tónlist í myndinni sem ég tók ekki eftir fyrr en seint í myndinni. Þetta er klassísk mynd án vafa og ógleymanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ótrúlega mögnuð mynd og raunveruleg. Fjallar á mjög trúverðugan og hlutlausan hátt um Blóðuga Sunnudaginn 1972 í Derry á Norður-Írlandi, þegar breskir hermenn skutu til bana 13 óbreytta borgara í friðsamlegri mótmælagöngu mannréttindasamtaka. Myndin er laus við óþarfa væmni, aðeins hnitmiðuð og dramatísk. Athyglisvert að myndin er gerð af Bretum og með þátttöku fyrrv. hermanna sem gengdu herþjónustu á Norður-Írlandi. Það vantar sárlega fleiri svona hágæða myndir í bíó um efni sem skiptir máli. Kvikmyndatakan er í anda Saving Private Ryan í fréttamyndastíl, maður er eiginlega eins og þátttakandi í atburðunum. Leikararnir eru allir framúrskarandi. Hiklaust fjögurra stjarna mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn