Þriðja Ripley myndin

Enn ein myndin gerð eftir bókaseríu Patricia Highsmith um hinn heillandi glæpamann Ripley, er í burðarliðnum. Fyrsta myndin var hin frábæra The Talented Mr. Ripley með Matt Damon í aðalhlutverki, búið er að kvikmynda Ripley´s Game með John Malkovich, og nú næst er það Ripley Under Ground sem verður með Barry Pepper í aðalhlutverki sem Ripley. Hitt aðalhlutverkið verður í höndum Tom Wilkinson ( In the Bedroom ) og fjallar myndin um það hvernig Ripley stendur fyrir fölsunarhring einum, sem falsar listaverk eftir málara einn sem er dáinn, sem umheimurinn heldur þó að sé enn á lífi. Listaðdáandi einn er þó ekki sannfærður, og þykist Ripley þá vera málarinn látni til þess að sannfæra hann. Hann lætur þó ekki sannfærast, og myrðir Ripley þá hann. Þá kemur inn í málið rannsóknarlögregluþjónn einn kemur til hans í þeirri trú um að hann sé málarinn, í leit að manninum myrta. Myndinni verður leikstýrt af Roger Spottiswoode, og tökur eiga að hefjast 2. júní næstkomandi.